desember 02, 2004

Þá er þetta komið

Þá er stuttmyndin komin á vefinn í allri sinni dýrð. Stuttmyndin. Þá er öllum verkefnum lokið á námskeiðinu. Þetta mun því verða mitt síðasta blogg hér á þessari síðu í bili að minnsta kosti. Ég þakka kærlega fyrir mig og fyrir þá sem lásu, eða þeim sem las :)

nóvember 29, 2004

Loksins loksins kemst maður aftur í bloggið. Það er allt búið að vera crazy í skólanum í verkefnum en nú sér loks fyrir endan á þessu og þá hefst próflestur. Á morgunn munum við taka upp stórskemmtilega stuttmynd sem mun verða sýnileg á vefnum mínum innan fárra daga. Annars er allt klárt, öll verkefni kominn á síðuna mína og ég er alsæll. Kíkið á þetta: http://nemendur.khi.is/hoskborg/skolastarf
Heyrumst

nóvember 17, 2004

dadara

Góðan daginn já nú erum við að fínpússa verkefnin og stefna á lokaskil. Það er ýmislegt eftir eins og myndvinnslan svo nú er bara að girða í brók og hefjast handa, heyrumst

nóvember 11, 2004

Þá fer nú að styttast í lokin á þessu námskeiði. Í síðasta tíma vann ég í Hot potatoes og kláraði verkefnið þar. Hér er útkoman . Því næst fór ég að undirbúa heimaprófið og er að vinna við það núna, gengur bara vel. Næst á dagskrá er þá stuttmynd. Heyrumst.

nóvember 03, 2004

Heimapróf

Það var tilkynnt í dag að næsta miðvikudag verður heimapróf í þessu fagi. Unnið verður með eittthvað af þeim forritum sem við höfum kynnst á námskeiðinu og spurt úr nokkrum greinum sem vísað er á hér hjá Salvöru. Framundan er líka að vinna að gerð stuttmyndar sem við félagarnir gerum saman. Verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því.

október 29, 2004

Producer

Þá er producer verkefnið komið á vefinn. Kíkið á það hér. Þetta forrit kom mér skemmtilega á óvart og er mjög þægilegt að vinna með það.

október 27, 2004

Upptaka

Nú erum við að fara að skoða gæði upptöku frá Frakklandi og fara yfir framkvæmd verkefnisins. Við fáum val um að gera þetta heima og stefnum við á upptökur í kvöld drengirnir. Verkefnið sjálft vinnst svo á producer en passa þarf að hafa ljósmyndir og annað ekki of stórt því þá tekur langan tíma að hlaða verkefninu inn. Afraksturinn kemur því væntanlega inn hér á bloggið í vikunni, spennnandi verkefni!