september 22, 2004

Uppkast af vefrallý og vefleiðangri

Vefrallý um tónlist

Tónlist er stór þáttur í lífi allra unglinga og eiga þau hér að svara nokkrum spurningum um tónlist og nokkrar af helstu útvarpstöðum landsins. Þetta verkefni hentar vel fyrir krakka á aldrinu 13-16 ára. Tilgangurinn er að krakkarnir fræðist almennt um tónlist og starfsemina á stöðvum landsins. Auk þess á þetta að auðvelda þeim notkun á þessum síðum sem gefnar eru upp. Krakkarnir skulu vinna í 2-3 manna hópum og skila svörum í word-skjali. Tíminn skiptir máli hér, en þeir sem klára fyrst og réttast sigra. Hér á eftir koma spurningarnar en svörin við þeim er að finna á eftirfarandi vefsíðum:

http://fm957.is/
http://xid977.is/
http://www.skifan.is/Skifan/
http://www.popptivi.is/

Spurningarnar:

1. Hvaða lag er sem stendur í 3. sæti x-dominos listans ?

2. Hvað hefur Ásgeir Kolbeinsson starfað lengi hjá FM 957?

3. Hvaða stórbrotni tónlistarmaður heldur tónleika í höllinni 25. september?

4. Nefnið 3 diska sem X-ið mælir með (einn íslenskan).

5. Hvað heitir nýbakaður eiginmaður Britney Spears?

6. Hvað heitir nýjasti diskur Usher og í hvaða sæti er hann á UK-listanum?

7. Hvaða lag var 19. mest spilaða lagið á X-inu árið 2003?

8. Hvaða þáttur er á dagskrá á X-inu á miðvikudögum milli 23-01?

9. Hvernig tónlist spilar þessi þáttur?

10. Hverjir sjá um þáttinn 17-7?

11. Hvað bjóða popptíví og Orville upp á í kennaraverkfallinu?

12. Hverjir syngja lögin á barnadisknum í sjöunda himni?

13. Hvaða stórbrotna söngkona söng inn á jólaplötuna jólafrí?

Vefleiðangur um víkinga

Kynning
Víkingarnir okkar voru miklar hetjur. En hvernig ferðuðust þeir?, hvernig klæddust þeir?, hvernig börðust þeir og með hverju? Þú átt að finna allt þetta út og meira til í komandi verkefni. Þú vinnur veggspjald með mynd af víkingnum ykkar og landshorninu sem hann býr á auk upplýsinga sem ykkur finnst mikilvægar að við vitum um víkingana.


Verkefni
Þitt hlutverk er að taka saman allar helstu upplýsingar um víkinga. Föt, fæði, drykkir, vopn, búseta, ferðakostir, hjúskaparstaða,trúarbrögð, daglegt líf og lýsa landslagi á þessum tímum. Þú tekur svo þessar upplýsingar saman og býrð til þinn víking. Skýrðu hann og búðu til persónu út frá þeim upplýsingum sem þú hefur aflað. Hver er saga hans? Hópurinn þinn flytur erindi um víkinginn ykkar 5-7 mínútur. Hópurinn skilar svo inn mynd af víkingnum í fullum herklæðum og mynd af landshorninu sem hann nam land á með helstu örnefnum svæðisins. Auk þess á að skila inn A4 blaði með sögu víkingsins.


Bjargir
Leifur heppni (Hér má finna allt um líf og störf víkinga).
Saga eiríks rauða (Hér má fræðast um nöfn og sögu víkinga).
Grænlendingasaga (Hér má fræðast um nöfn og sögu víkinga)
Fjörukráin (Hér eru myndir af víkingum og víkingaþorpinu).
Íslandskort (Hér er kort af Íslandi og nokkur örnefni).
Í kennslustofunni verður mynd af Íslandi varpað á töfluna og nemendur geta teiknað landshorn víkinga sinna á veggspjald.
Nemendur hafa einnig aðgang að landakortum til að finna örnefni.


Ferli
1.Fyrst verður skipt í 4 hópa og þú færð að vita í hvaða hóp þú ert
2. Hver einstaklingur í hópnum fær svo ákveðið hlutverk og leggur sitt af mörkum til verkefnisins. Einn finnur út hverju víkingar klæddust og hvernig þeir ferðuðust milli landa og landshluta, einn athugar matar-og drykkjarvenjur, einn finnur út vopnaburð og hvað þeir gerðu í daglega lífinu, einn finnur út helstu trúarbrögð og hjúskaparstöðu og einn finnur út hvernig þjóðskipulag var og hvernig landið leit út.
3. Farið vel yfir allar krækjurnar sem gefnar eru upp og finnið þær upplýsingar sem þið þurfið.
4. Í sameiningu pússlið þið saman góðri lýsingu á víkingnum ykkar, finnið nafn á hann, teiknið hann upp og landshornið sem hann nam land á.
5. Finnið helstu örnefnin á landshorninu hans.
6. Í sameiningu skrifið nú sögu víkingsins og undirbúið erindið sem á að flytja, athugið að allir þurfa að tala.
Hafið í huga:
• Hvernig komust víkingar á milli landa og hvað hétu ferðakostir þeirra?
• Hvað gerðu víkingarnir sér til dægradvalar?
• Hvaða leiki fóru þeir í?
• Voru margskonar trúarbrögð?
• Hvernig rötuðu menn um höfin blá?
• Hvernig voru skipin?
• Hvernig geymdu þeir matinn?
• Voru föt víkinganna frábrugðin okkar?
• Hverjir bjuggu saman á bæjunum?
Athugið að þessar spurningar eru einungis til hliðsjónar og þarf ekki að svara. Þær eru einungis til að búa til hugmyndir.


Mat
Mat verður þrenns konar. í fyrsta lagi jafningjamat þar sem bekkjarfélagar ykkar meta verkefnið ykkar og flutning ykkar á honum. Í öðru lagi sjálfsmat þar sem þið metið hvernig hópnum gekk að vinna saman. Að lokum mun kennari meta frágang veggspjaldsins og hversu virkur hópurinn var. Hann mun athuga hvort heimildir voru nýttar vel og virkni hópsins. Hann mun einnig taka tillit til flutnings á verkefninu. Hópurinn fær svo einkunn fyrir frammistöðu.


Niðurstaða
Það er svo margt sem við vitum ekki um víkingana okkar. Þeir höfðu enga GSM síma, ekkert msn, hvorki sjónvarp né útvarp en samt virðast þeir hafa lifað af. Hér er kjörið tækifæri til að kynnast þeim aðeins betur og hvernig þeir komust af.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home