Producer
Þá er producer verkefnið komið á vefinn. Kíkið á það hér. Þetta forrit kom mér skemmtilega á óvart og er mjög þægilegt að vinna með það.
Þá er producer verkefnið komið á vefinn. Kíkið á það hér. Þetta forrit kom mér skemmtilega á óvart og er mjög þægilegt að vinna með það.
Nú erum við að fara að skoða gæði upptöku frá Frakklandi og fara yfir framkvæmd verkefnisins. Við fáum val um að gera þetta heima og stefnum við á upptökur í kvöld drengirnir. Verkefnið sjálft vinnst svo á producer en passa þarf að hafa ljósmyndir og annað ekki of stórt því þá tekur langan tíma að hlaða verkefninu inn. Afraksturinn kemur því væntanlega inn hér á bloggið í vikunni, spennnandi verkefni!
Brjálað að gera. Erum núna að vinna í örkennsluverkefninu okkar. Ég hef tekið þá ákörðun að kenna á gítar þar. Verður fróðlegt að sjá hvernig til tekst.
Jæja góðan daginn! Það hefur lítið heyrst hérna síðustu daga enda hefur verið nóg að gera. Nú eru vinnutímar i gangi og í dag ætla ég að reyna að klára verkefnið mitt í movie maker. Við fengum líka val í dag hvort við vildum gera stuttmynd u.þ.b 3 mínútur eða fara í skólaheimsókn og kynna okkur upplýsingatækni skólans. Skilasíðan er að komast í gagnið en á sjálfsagt eftir að taka einhverjum breytingum. Við kíktum aðeins á hot potatoes og gagnvirka vinnu! Jæja back to work... heyrumst
Síðasti tími var verkefnavinna en nú á að vinna með myndir og í vefsíðum. Við þurfum svo að fara að pæla í örkennslu verkefninu okkar en þar skiptum við okkur í hópa og skilum video-i. Við kíktum á myndböndin frá því í fyrra og virðist þetta vera mjög spennandi verkefni. Við sáum mjög sniðuga myndasýningu þar sem myndum var pússlað saman í frásögn og lag við. Forritið sem við erum að skoða er Windows movie maker og er að finna hér. Þetta er bráðsniðugt forrit sem er auðvelt fyrir byrjendur að vinna með.