október 06, 2004

Myndvinnsla og vefsíðuvinna

Síðasti tími var verkefnavinna en nú á að vinna með myndir og í vefsíðum. Við þurfum svo að fara að pæla í örkennslu verkefninu okkar en þar skiptum við okkur í hópa og skilum video-i. Við kíktum á myndböndin frá því í fyrra og virðist þetta vera mjög spennandi verkefni. Við sáum mjög sniðuga myndasýningu þar sem myndum var pússlað saman í frásögn og lag við. Forritið sem við erum að skoða er Windows movie maker og er að finna hér. Þetta er bráðsniðugt forrit sem er auðvelt fyrir byrjendur að vinna með.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home