október 20, 2004

Vinnutímar

Jæja góðan daginn! Það hefur lítið heyrst hérna síðustu daga enda hefur verið nóg að gera. Nú eru vinnutímar i gangi og í dag ætla ég að reyna að klára verkefnið mitt í movie maker. Við fengum líka val í dag hvort við vildum gera stuttmynd u.þ.b 3 mínútur eða fara í skólaheimsókn og kynna okkur upplýsingatækni skólans. Skilasíðan er að komast í gagnið en á sjálfsagt eftir að taka einhverjum breytingum. Við kíktum aðeins á hot potatoes og gagnvirka vinnu! Jæja back to work... heyrumst

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home