nóvember 29, 2004

Loksins loksins kemst maður aftur í bloggið. Það er allt búið að vera crazy í skólanum í verkefnum en nú sér loks fyrir endan á þessu og þá hefst próflestur. Á morgunn munum við taka upp stórskemmtilega stuttmynd sem mun verða sýnileg á vefnum mínum innan fárra daga. Annars er allt klárt, öll verkefni kominn á síðuna mína og ég er alsæll. Kíkið á þetta: http://nemendur.khi.is/hoskborg/skolastarf
Heyrumst

nóvember 17, 2004

dadara

Góðan daginn já nú erum við að fínpússa verkefnin og stefna á lokaskil. Það er ýmislegt eftir eins og myndvinnslan svo nú er bara að girða í brók og hefjast handa, heyrumst

nóvember 11, 2004

Þá fer nú að styttast í lokin á þessu námskeiði. Í síðasta tíma vann ég í Hot potatoes og kláraði verkefnið þar. Hér er útkoman . Því næst fór ég að undirbúa heimaprófið og er að vinna við það núna, gengur bara vel. Næst á dagskrá er þá stuttmynd. Heyrumst.

nóvember 03, 2004

Heimapróf

Það var tilkynnt í dag að næsta miðvikudag verður heimapróf í þessu fagi. Unnið verður með eittthvað af þeim forritum sem við höfum kynnst á námskeiðinu og spurt úr nokkrum greinum sem vísað er á hér hjá Salvöru. Framundan er líka að vinna að gerð stuttmyndar sem við félagarnir gerum saman. Verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því.